Fréttamennska í tómu tjóni

Punktar

Kvöldfréttatímar sjónvarpsins hafa vikum saman verið undirlagðir upplestri pólitíkusa á algerlega marklausum stefnumálum flokka sinna. Fésbókin hefur á sama tíma verið undirlögð spurningalistum fjölmiðla um samræmi milli skoðana kjósandans og marklausra skoðana pólitíkusa. Vond er þessi áherzla á meint málefni fremur en persónur. Gefur í skyn, að kosningaloforð séu marktæk. Löng og bitur reynsla ætti að hafa sýnt fólki, að svo er ekki. Minni kjósenda er skammt og þeir fatta þetta ekki. Fréttatíminn hins vegar birtir mun gagnlegri yfirlit Egils Helgasonar og Eiríks Bergmann um lykilmál kosninganna. Lesið það.