Eðlishrædda fólkið

Punktar

Gott er að hugsa um vanda Framsóknar út frá valdshyggju fólks, „authoritarian personality”. Það varð til í kjölfar rannsókna eftir síðari heimsstyrjöldina. Bandarískir háskólar vildu finna út, hvað olli stuðningi venjulegra borgara við rasista og fasista, Mussolini og Hitler. Fræðimenn fundu rætur vandans í persónu fólks. Sumir eru eðlishræddir við lífið og breytingar. Óttast hið framandi, til dæmis aðra trú og siði, þjóðir, menningu og tungumál. Leita skjóls hjá pólitískum öflum, er bjóða fram vald til að vernda fólk fyrir hinu ókunna. Fólk styður valdsmenn, sem smám saman magna ótta fólks yfir í hatur.