Eftirköst rasismans

Punktar

Aðeins 2000-3000 hræddir kjósendur létu ginnast til fylgis við Framsókn vegna stuðnings frambjóðandans í Reykjavík við rasisma. Það er allt og sumt, lítill hópur. Samt er mikill hávaði kringum hann. Sumir rasistarnir telja sig vera orðna húsum hæfa. Á fésbók æpa þeir ókvæðisorð að múslimum, segjast jafnvel munu drepa þá. Jafnframt rísa efasemdir sjálfstæðismanna um, að Framsókn sé lengur stjórntæk. Í Kópavogi og Hafnarfirði er þróunin sú, að Björt framtíð komi í stað Framsóknar í stjórnarsamstarfið. Ljóst er, að Framsókn tekur vel á móti rasistum sínum og telur þá vera sigur fyrir sig. Aðrir efast um það.