Þáttaskil urðu í ævi Framsóknar, þegar Gunnlaugur Sigmundsson keypti flokkinn handa silfurskeiðungi sínum. Áður var Framsókn hægfara hentistefnuflokkur, er gat unnið til hægri og vinstri eftir þörfum. Þegar Halldór Ásgrímsson hafði keyrt hagsmunagæzlu fyrir kvótagreifa í öfgar, hrundi Framsókn og beið eftir frelsara. Sigmundur Davíð kom þá til skjalanna og gerbreytti flokknum. Færði hann yfir á hægri jaðar og tók upp ýktar útgáfur þjóðrembu og hagsmunagæzlu. Rakin siðblinda stjórnaði ferðinni. Spilaði á ótta smælingja við breytingar. Endaði með, að flokkurinn bauð rasistum til fylgilags og varð óstjórntækur.