Fæstir hafa kjörþokka

Punktar

Kjörþokki leiðtoga er brýnni en áður. Hugtakið er annað en kynþokki og felur í sér traust kjósenda. Fæstir oddvitar hafa töfrana, sem þarf. Þrír íslenzkir pólitíkusar skara fram úr öðrum í kjörþokka. Fremstan ber frægan að telja Jón Gnarr, sem raunar er ekki pólitíkus. Tínir daglega upp rusl á götum og er orðinn þjóðsagnapersóna. Næstur er Dagur B. Eggertsson, sem heillaði fólk í nýlokinni kosningabaráttu. Getur kallað eftir formennsku í Samfylkingunni, þegar honum hentar. Þriðja er Katrín Jakobsdóttir. Vinstri grænir þurfa að finna leið til að láta geislana frá henni skína á óvinsælan flokkinn.