Stutt var leiðin

Punktar

Skammur vegur var milli þjóðrembu Framsóknar fyrri tíma og rasisma Framsóknar komandi tíma. Eðlilegt er, að upprisa rasismans finni sér farveg í Framsókn. Hvort tveggja felur í sér minnimáttarkennd útnesja og afdala og ótta við hið ókunna, allt frá Evrópu yfir í Íslam. Allt snýst þetta um framandi húðlit eða þjóðerni, tungumál eða menningu, trú eða siði. Samkvæmt skilgreiningu vísinda og Sameinuðu þjóðanna. Rasisminn fer út í meiri öfgar, því að hann vill, að valdhafar verndi sig með valdi fyrir ímynduðum óvinum. Framsókn græddi nokkur atkvæði til skamms tíma á samrunanum, en situr uppi mun einangraðri en áður.