Pólitískir undirtónar

Punktar

Ítrekað eru fylgislausir þeir flokkar, sem höfða til kúgaðra þrælastétta, sjá Dögun og Alþýðufylkingu. Flokkar, sem höfða til þjóðrembu, geta komist í 10% stærðargráðu, sjá Framsókn. Flokkar, sem höfða til umhverfis, geta einnig komizt í 10% hópinn, sjá vinstri græna. Flokkar utan hefðbundins kassa fara tæpast hærra en í 10%, sjá Pírata. Flokkar, sem höfða til velferðar, komast mun hærra, Samfylkingin getur farið yfir 30%. Flokkar, sem vilja almennar sættir, ná varla 20%, sjá Bjarta framtíð. Víkjandi eru voldugir flokkar, sem höfða til gjaldþrota auðhyggju. Áður atkvæðamikill Sjálfstæðisflokkur skrapar 20% botninn.