Rasisminn gufaði upp

Punktar

Á þriðjudagskvöldið náði gleði rasista hámarki á fésbók. „Við framsóknarmenn“ sögðu fésbókarmenn, sem áður höfðu hrósað Breivik. Á miðvikudagskvöldi hafði færslum rasista fækkað um helming. Í gærkvöldi voru þau nánast horfin. Hefur rasismi á Íslandi bara gufað upp? Eða skilja menn bara, að betra sé að fara með löndum? Fylgi rasista hér, þótt lítið sé, er orðið meira en það var í Þýzkalandi á þriðja áratug síðustu aldar. Ekki fyrr en 1933 varð fylgi þýzkra rasista orðið meira en fylgi Framsóknar er nú. Lærum því af biturri reynslu annarra. Á 21. öld gegna múslimar hlutverki 20. aldar gyðinga sem Grýlu í þjóðtrúnni.