Hugtakið forsendubrestur er dæmigert Pandórubox. Upp úr því skrautlega boxi spretta alls konar ófyrirséðar pöddur. Hagsmunasamtök tekjuhárra í of stóru húsnæði áttu hugtakið. Vildu fá sama réttlæti og hinir fátækustu. Niðurstaðan var, að fátækir skattgreiðendur skyldu borga vel stæðum samtals 80 milljarða í sköttum. Í millitíðinni kom í ljós, að margir geta misnotað hugtakið á sama hátt, leigjendur, öryrkjar, gamlingjar, námsmenn. Heimta líka „leiðréttingu á forsendubresti“. Fyrir rest verður SDG ekki öfundaður af að hafa gramsað í Pandóruboxinu. Enginn getur leiðrétt allt, sem fer öðruvísi en ætlað var.