Meirihluti héraðsdóms í Aurum-málinu var svo blindaður í óbeit á Sérstökum saksóknara, að vísindalegri þekkingu var hafnað. Guðjón og Sverrir segja, að samtímaheimildir í tölvupósti séu ónothæfar. Þær verði að víkja fyrir síðari tíma fullyrðingum málsaðila fyrir dómi. Ekki veit ég, hvernig dómarar geta ímyndað sér slíka víðáttuvitleysu, en þeir hafa hana ekki úr sagnfræði. Hún segir samtímaheimildir vera beztar, betri en eftiráskýringar. En þetta eru bara lagatæknar úr hinni frægu lagadeild Háskóla Íslands. Hvað vita þeir um fræðilega hugsun? Þetta er Ísland í dag, allt kerfið er skrípó í Undralandi.