Benedikt bakkaði

Punktar

Missti traust á Benedikt Jóhannssyni, þegar hann sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki ábyrgan fyrir hruninu, ekki banksterana og ekki víkingana. Sagði hrunið mest almenningi og fjölmiðlum að kenna. Nýjasta útgáfan af flatskjárfræði Björgólfs Thors um, að almenningur hafi keypt flatskjái og valdið hruninu. Vissulega stóð fólk og horfði dreymnum augum á hrunverjana, sem átu gull út á spaghetti. Fjölmiðlar áttuðu sig tæpast heldur á, hvað var að gerast. En að segja almenning og fjölmiðla hafa verið gerendur hrunsins er aðeins lélegur brandari. Gott, að Benedikt dró áðan ummæli sín til baka, málinu því lokið.