Lítill áhugi á fótbolta

Fjölmiðlun

Íslenzkir fjölmiðlar ýkja áhuga heimsins á fótbolta. Skoðanakannanir sýna, að annar hver Breti og Frakki hefur engan áhuga á fótbolta. Sýna líka, að þann mikla áhuga, sem fjölmiðlar fjalla um, er aðeins að finna hjá fjórðungi íbúa fótboltalanda, svo sem Hollands, Þýzkalands, Grikklands, Rússlands og Ítalíu. Í mörgum löndum er hlutfallið lægra. Yfirleitt er áhugi fólks á boltaíþróttum aðeins brot af því, sem ætla mætti af trylltu rými slíkra íþrótta í sjónvarpi allra landsmanna. Geri samt ekki ráð fyrir, að íslenzk hlutföll séu neitt skárri. Bolti á að vera á sérstakri rás og láta aðaldagskrá fólksins í friði.