Sex árum eftir hrunið er ekki enn farið að snerta heitustu kartöfluna, elsku hjartans krónuna. Hún er enn í gjörgæzlu gjaldeyrishafta og ekki er enn farið að gera upp þrotabú gömlu bankanna. Ástandið er eins og fyrir viðreisn 1961. Við þurfum að horfast í augu við napran veruleikann. Að gömlu bankarnir verða gerðir gjaldþrota og að eignir kröfuhafa verða verðlausar. Utanríkisviðskipti verða frelsuð og krónan hrynur með gráti og gnístan tanna. Í sex ár hafa stjórnvöld bara reynt að halda sjó í lokuðu hagkerfi. Hafa ekki snert á því, sem máli skiptir. Nýtt líf finnst bara með því að losna úr prísund krónunnar.