Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur enga lögsögu yfir erlendum ríkisstjórnum. Aðeins fjölþjóðlegir dómstólar hafa lögsögu yfir tilteknum málum á tilteknum svæðum, þar sem tiltekin ríki hafa samþykkt fyrirkomulagið. Gildir til dæmis um evrópska álfu-dómstóla og dómstóla á vegum Sameinuðu þjóðanna. Argentína hefur ekki samþykkt lögsögu bandaríska hæstaréttarins. Meiriháttar hroka og valdshyggju þarf til að láta sér detta slíkt í hug. Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi þó í gær Argentínu til að greiða nokkrum vogunarsjóðum, sem neituðu að undirrita samkomulag, sem flestir sjóðirnir undirrituðu. Og með því að dæma upptækar argentínskar eigur í Bandaríkjunum. Það er amerísk stríðsyfirlýsing og eiga Bandaríkin þó kappnóg með alla sína tíu þumalputta í Miðausturlöndum.