Ráðherrann ærulausi

Fjölmiðlun

Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni og fleirum á DV tókst að koma ranglega nefndu lekamáli að leiðarenda. Án hjálpar fleiri fjölmiðla tókst þeim að hrekja Hönnu Birnu innanríkisráðherra úr einni lygi í aðra. Til þess þurfti þrautseigju, því þetta var kallað einelti og sóðaskapur. Fyrst neitaði ráðherrann öllu, kenndi síðan öðrum um, Rauða krossinum um tíma. Síðan faldi ráðherrann sig bak við fleiri en eina útgáfu skjalsins. Minnisblað hét það um tíma og svo hét það öðru nafni. Allan tímann veltu ráðherra og aðstoðarfólk hennar sér um í lyginni. Nú er málið að mestu upplýst og ráðherrann ærulaus.