Gefur skít í endurskoðun

Punktar

Ríkisendurskoðun gagnrýnir forsætis fyrir að fara ekki eftir góðum og gildum verklagsreglum. Hann er með tékkhefti í rassvasanum og deilir styrkjum án auglýsingar og samanburðar á umsóknum. Sigmundur Davíð segist fagna þessum ábendingum og kveðst fara eftir lögum. Eftir hvaða lögum? Geðþótti pólitíkusa er kominn langt út fyrir alla öfga. Athugasemdum er bara svarað með skætingi. Spunakarlar ráðherra telja, að þjóðin sé svo galin, að hún taki ekki eftir, þegar bullað er út í eitt. Fylgi Framsóknar er að vísu komið niður fyrir 10%. Samt eru 19.000 kjósendur enn á því, að allt sé í lagi með siðblindingjann.