Grunn og djúp menning

Punktar

Íslendingar hafa áhuga á menningu, bæði að fremja og njóta. Daglega er mikið framboð viðburða og íslenzkir listamenn ná árangri erlendis. Kannski sinnir þriðjungur þjóðarinnar menningu. Öðrum þræði eru Íslendingar menningarsnauðir og þá er ég að tala um annan þriðjung þjóðarinnar. Arkitektar spilla góðum götumyndum og almenningur tekur glingur og sápu fram yfir menningu. Ekki veit ég, hvort hlutföllin séu önnur hér en á vesturlöndum almennt. Vara við, að menn þjóðrembist út af menningu. Guðbergur Bergsson lýsti inn í frumstæðan hugarheim í Tómasi Jónssyni metsölubók. Og hæðnisorð hans eru enn í gildi.