Efast um styrk íslenzku Wikipedia til að halda uppi ritstjórn. Enska útgáfan er í svo góðum málum, að textaauglýsingum almannatengla er jafnóðum hrundið. Hér gerist það mun hægar og stundum alls ekki. Blaðurfulltrúar eru farnir að stunda textreklame í íslenzku útgáfunni, samanber lofrolluna um Landsvirkjun. Siðblinda er útbreidd hér og siðblindingjar vaða uppi, hvar sem þeir geta, samanber forsætisráðherra. Íslendingar eru fámennir og of fáir finna hjá sér þörf til að vakta Wikipedia til leiðréttinga. Ég nota mikið ensku útgáfuna, sem er jafnvel betri en Britannica. Fer varlega í að treysta þeirri íslenzku.