Samtal fávitanna

Fjölmiðlun, Punktar

Sjávarútvegsráðherra sagði í viðtali við Ríkissjónvarpið, að hann mundi láta athuga, hvað stæði í lögum um stjórnarráðið. Athuga, hvort ákvæði í lögum frá 1999 hafi verið fellt út í lögunum frá 2011. Andvana fréttamaður spurði ekki, hvort betra hefði verið að fletta lögunum, áður en Fiskistofu var sparkað. Lögin frá 2011 eru sýnileg á netinu, hver sem getur flett þeim upp á mínútu. Sigurður Ingi hyggst skipa nefnd í málið. Ráðherrann sagði líka, að gagnrýnin væri misskilningur. Andvana fréttamaður spurði ei, í hverju sá misskilningur fælist. Ráðherrann sagðist nú mundu kortleggja málið. Andvana fréttamaður spurði ekki, hvort heppilegt sé að framkvæma fyrst og kortleggja svo. Fávitar töluðu saman.