Valinkunnir höfðingjar

Punktar

Bjarni Benediktsson skipaði nefnd þriggja hæfustu peningavitringa Íslands til að meta umsóknir um embætti seðlabankastjóra. Fremstur í nefndinni er fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Gætir þess væntanlega, að bara þeir komist gegnum síuna, sem eru þóknanlegir fjárhaldsmönnum Flokksins. Þá ber frægan að nefna lögreglustjóra Flokksins. Sækir jafnframt um feitt embætti hjá ríkinu, svo þar skapast svigrúm fyrir hagsmunaviðskipti. Sá þriðji er valinkunnur hagfræðingur og háskólaprófessor. Á vonandi að gæta þess, að flokkshagsmunir fari ekki út í þær öfgar, að nýr óráðsíumaður á borð við Davíð verði valinn.