Trúin og stríðin

Punktar

Páll Vilhjálmsson bendir í bloggi sínu á mun kristinna og íslamskra ríkja. Eftir mögnuð trúarstríð, sem geisuðu öldum saman í Evrópu, slitu vestræn ríki strenginn milli ríkis og kirkju. Ríki gerðust trúlaus, byggðust ekki lengur á trú. Frakkland og Bandaríkin höfðu forustu með nýjum stjórnarskrám, sem settu trú á hliðarspor. Rökrétt afleiðing upplýsingaaldar. Ríki múslima hafa ekki fetað þessa slóð. Þvert á móti sigla múslimar í vaxandi trúarstríð. Sumpart við önnur trúarbrögð, en einkum milli íslamskra trúargreina, svo sem súnníta og sjíta. Slíkt stríð geisar nú í Írak, þar sem Íran styður sjíta og Arabía styður súnníta. Trú er ávísun á stríð. Stjórnmálaflokkar, sem byggjast á trú, eru ávísun á blóðbað.