Hannes náði sér í fé

Punktar

Hannes Hólmsteinn hafði frumkvæði að kaupum fjármálaráðherra á skýrslu sinni um erlendar orsakir bankahrunsins. Hann segist hafa verið fenginn til að vinna verkið. Félagsvísindastofnun segir hins vegar: „Verkefnið er unnið að frumkvæði Hannesar Hólmsteins. Hann kemur með tillögu að þessu verkefni og semur um þetta við ráðuneytið, að þeir greiði fyrir vinnuna við það.“ HHG fór með rangt mál og leiðrétti sig svo í gær. Umsjón með því var svo þröngvað upp á hrædda félagsvísindastofnun í háskóla andverðleikanna. Málið er, að HHG vantaði aura og sá leið til að koma sérstæðum skoðunum sínum í milljónaverð.