Sigmundur Davíð lofaði landsfundi Framsóknar einna minnstu skuldabyrði Evrópu árið 2020. Ég hef ekki séð, að fjölmiðlar taki stórtíðindin upp og kanni, hvernig ruglið gangi upp. Séreinkenni íslenzkra fjölmiðla er, að þeir láta lygnasta mann landsins komast upp með hverja firruna á fætur annarri. Á sama stað túlkaði hann að nýju loforðið um 300 milljarða gjöf til íbúðareigenda. Nú felst svigrúmið í tekjum af bankaskatti upp á smápeninga. Fjölmiðlar eiga að birta línurit yfir sífelldar breytingar SDG á loforðum sínum. Þeir eiga jafnóðum að rekja söguna og kalla í sérfræðinga. En gera ekki, eru andvana, þjóðinni til einskis gagns.