Hef aldrei haft neitt út á gyðinga að setja vegna trúar. Hef lengi verið í samskiptum við nokkra og er sáttur við þá. Öðru gegnir um Ísrael. Síðan ég kom þar fyrst árið 1967 hefur staðurinn valdið mér vaxandi áhyggjum og að lokum örvæntingu. Síðast þegar ég kom þangað, fannst mér sem aðstæður hefðu krumpað ríki og þjóð. Þar réð frekja og yfirgangur. Menn litu á Palestínumenn sem hunda eða þaðan af verra. Öfgamenn voru komnir til áhrifa og höfðu náð ráðherratign. Þegar ég slapp yfir ána til Jórdaníu og hitti kurteisa Jórdani, fannst mér ég vera kominn heim til Evrópu. Laus við brenglað ríki og brenglaða þjóð.