Tuskur í embætti

Punktar

Ráðuneytisstjórar valda sumir ekki hlutverkinu í gæzlu góðrar stjórnsýslu. Sigríður Auður hafði ekki vit fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni, þegar hann sagðist „afturkalla“ náttúruverndarlög. Ætti ráðuneytisstjóra umhverfis þó að vera ljóst, að ráðherra afturkallar ekki lög með tilskipunum. Aðeins alþingi afturkallar lög. Ekki vildi betur til, þegar „afturkallinn“ sagðist flytja Fiskistofu til Akureyrar. Ráðuneytisstjóri atvinnuvega benti honum ekki á, að til slíks þyrfti lög frá alþingi. Þótt ráðherra telji sig geta stjórnað með tilskipunum, á Kristján að lesa lögin. Ekki hefur gengið betur hjá Ragnhildi í innanríkisráðuneytinu að hafa hemil á lyginni úr Hönnu Birnu og víðfrægu aðstoðarfólki hennar.