Reynt að bylta lýðræðinu

Punktar

Fyrirhugaður samningur Evrópu og Bandaríkjanna um viðskipti, TISA, snýst um að efla völd fyrirtækja á kostnað neytenda, umhverfis, launþega og ÞJÓÐRÍKJA. Ekki er hægt að sjá, að neinir fulltrúar þeirra mikilvægu hagsmuna hafi komið að málinu. Og íslenzk stjórnvöld hafa ekki borið neitt undir þessa hagsmuni, bara talað við fulltrúa stórfyrirtækja. Ég veit ekki í hvaða umboði sendimenn Íslands í Genf leyfa sér að taka þátt í þessu rugli. Og þar á ofan í skjóli leyndar. Nú hefur Wikileaks ljóstrað upp um skandalinn. Þá er kominn tími til að grípa í taumana og stöðva aðild okkar að tilraun til að bylta lýðræðinu.