„Gríðarlega óhagkvæmt“

Punktar

Skortur á opinberu eftirliti var ein helzta orsök hrunsins. Enn í dag kvartar Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn yfir vanmáttugu eftirliti hér. Svo vanburðugt er eftirlit, að Seðlabankinn semur við brotafyrirtæki um, að það fari framvegis að lögum. Ríkisstjórnin vill rýra veika eftirlitið, svo gráðugir forstjórar þurfi ekki að sæta „gríðarlegri óhagkvæmni“ við að fara að lögum. Svo notuð séu orð Skúla Sveinssonar, sem forsætis skipaði formann nefndar til að draga úr opinberu eftirliti. Bráðum getið þið losað ykkur undan umferðarsektum með því að lofa að fara næst að lögum. Heppilegt væri að keyra yfir gatnamót á rauðu ljósi. Það er svo „gríðarlega óhagkvæmt“ og seinlegt að fara að lögum. Græðgin hefur gert þetta lið snargalið.