Krani eða ekki krani

Fjölmiðlun

Þegar Karl Garðarsson segir kost og löst á Framsókn, getum við spáð í orðin. Viðtal DV við hann kallar ekki á viðtöl við aðra til jafnvægis. Hefur innra jafnvægi, er ekki kranaviðtal. Þegar hins vegar SDG talar við fjölmiðla, er ekkert á orðum að græða. Þar talar siðblindingi, sem bullar út í eitt. Allt hans tal er samhengislítill vaðall, sem blekkir fábjána, þegar enginn er til jafnvægis. Þegar fjölmiðlar skrúfa frá krananum SDG, verða þeir ætíð að hafa álitsgjafa til að vísa á staðreyndir. Annars verða þeir aðilar að forheimskun kjósenda. Á kranamennsku klikka fjölmiðlar einmitt í aukinni fátækt sinni.