Mývetningar til skammar

Punktar

Ástand Mývatns er Mývetningum til ævarandi skammar. Eyðileggingu vatnsins er ekki lokið, þótt Kísiliðjunni hafi verið lokað. Enn er gistirými stóraukið, þótt frárennsli á svæðinu sé almennt í ólestri. Þarna vantar mikla hreinsun á skolpi. Lítið virðist mjakast á því sviði. Svo eru uppi ferlegar ráðgerðir um brennisteinsmengun frá jarðvarmavirkjun við vatnið. Líklega rotar hún Mývatn sem náttúruperlu. Mývetningar hanga með hendur í vösum og horfa á hnignun og hrun einstæðrar náttúru. Sumir eru þar á ofan komnir með græðgisslefu. Reyna að rukka fyrir aðgang að aðstöðu, sem ríkið hefur komið upp. Svei þessu liði.