Árekstur við nútímann

Punktar

Á Vesturlöndum hafði raunhyggja að mestu sigur á kristni. Í siðvenjum erum við komin langt frá ógeðstexta kristinna fornrita. Múslimar mæta ekki nútímanum jafnopnum örmum. Upplýsingabyltingin fór að mestu framhjá þeim. Menntað fólk hallaðist að vestrænu og náði tímabundnum árangri, til dæmis í Tyrklandi. Á síðustu áratugum hefur þó sigið á ógæfuhliðina. Bókstafur fornrita sótti fram og þar með ýmsir fornir ósiðir, svo sem kvennakúgun og dætradráp. Frumstæðir bændur flykkjast til Istanbul og telja sig geta stundað þar gamla sveitasiði. Trúarspenna hefur þannig sett allt á annan endann í mörgum ríkjum múslima.