Ekkert gyðingahatur

Punktar

Andstaða við hegðun Ísraelsríkis í Palestínu kemur ekkert við gyðingahatri. Hafi slíkt hatur verið til fyrir seinni heimsstyrjöldina, er það fyrir löngu útdautt. Síðustu áratugi hefur Ísraelsríki hins vegar byggt upp óbeit um heim allan á framferði sínu. Óbeitin færist líka yfir á kjósendur þar í landi, sem í auknum mæli styðja snarvitlausa ofbeldisflokka. Fráleitt er að ímynda sér, að gyðingahatur felist í óbeit á hegðun Ísraels. Davíð Oddsson fer með rangt mál eins og ævinlega. Utanríkisráðherrar Frakklands, Þýzkalands og Ítalíu hafa orðið sér og ríkjum sínum til skammar með gagnrýni á meint gyðingahatur.