Framkvæmdastjóri auðgreifa telur sjálftekt forstjóra og millistjórnenda á 40% tekjuhækkun sanngjarna. Það sé leiðrétting á skerðingunni í kjölfar hrunsins (sem þeir ollu). Vafalaust á lágtekjufólk sömu heimtingu á 40% hækkun. Það er leiðrétting á skerðingunni í kjölfar hrunsins (sem það olli ekki). Þorsteinn Víglundsson hafði í vetur Gylfa Arnbjörnsson að fífli með 2,8% hækkun hjá láglaunafólki. Frekja og yfirgangur einkennir greifa meira en nokkru sinni fyrr. Kvótagreifar ræna og rupla þjóðina á degi hverjum og gjaldeyrir hverfur á Tortola. Hér á landi þarf að verða bylting, líka gegn sljóu Alþýðusambandi.