Jón Hákon heitinn Magnússon var alvöru almannatengill og hugsaði ekki til einnar nætur. Gaf gott ráð: „Segðu sjálfur frá, segðu það strax, segðu alla söguna og segðu satt.“ Hanna Birna lekadrottning hefði betur fylgt hinu góða ráði. Í staðinn þæfist hún fyrir mánuðum saman, flýr úr einu lyginni í aðra og framlengir þjáningu sína. Pólitíski ferillinn er orðinn samfelld harmsaga: Undirferli gegn þeim, sem eru fyrir henni og yfirgangur gegn minni máttar, svo sem lögreglustjóra og hælisleitendum. Frægast var, er hún reyndi að velta Bjarna Ben úr sæti formanns. Þegar lekamálið er komið á leiðarenda, verður æran horfin.