Meiriháttar pólitískan vanþroska þurfti til að fela hrunverjum að taka við landsstjórn bara fimm árum eftir hrunið. Þar stóð hálf þjóðin að verki. Síðan hefur komið í ljós, að meginstefna hrunverja er að efla hag auðugra á kostnað fátækra. Samt er enn þriðjungur þjóðarinnar á því, að heppilegt sé að hafa bófana við völd. Þannig eru Íslendingar í dag. Sumir geta sitthvað í listum eða bókmenntum og ýmsu öðru. En almennt er fólk ófært um að taka skynsamlegar ákvarðanir í pólitík. Tíundi hver Íslendingur styður Framsókn og fjórði hver styður Sjálfstæðisflokkinn. Slíkt kann auðvitað ekki góðri lukku að stýra.