Gunnar Bragi segir TISA samninginn um þjóðríkisstöðu risafyrirtækja ekki vera leyndarmál. Hann er það samt. Wikileaks hefur birt uppkast að þessum samningi um forgang auðs fram yfir fólk. Samningsaðilar sjálfir láta enn ekkert uppi. Ísland er aðili að gerð samnings, sem afhendir völd þjóðríkja til voldugra fyrirtækja. Fyrir hönd Íslands hefur Martin Eyjólfsson, sendifulltrúi í Genf, komið að smíði landráðanna. Allt það starf hefur verið unnið í kyrrþey, án aðkomu Alþingis og án vitneskju ráðherra. Tími er kominn til að núllstilla þennan Martin og lýsa yfir, að Ísland beri enga ábyrgð á undirskrift hans.