Aldeilis frábær krútt

Fjölmiðlun

Þegar ég sótti um skóla í útlandinu fyrir rúmlega hálfri öld, þótti engum það merkilegt. Það var bara gangur lífsins. Nú er önnur kynslóð, svokölluð krútt. Henni hefur verið talin trú um, að hún sé aldeilis frábær. Fyrst segja það foreldrarnir og síðan taka fréttakrúttin við. Þegar krúttið er sent í skóla í útlandinu, skrifar fréttakrútt forsíðuviðtal í krúttblaði við krúttbarnið. Eins og krúttið sé einhver Albert Guðmundsson eða Helgi Tómasson. Sum komast svo upp með að vera krútt alla ævi, komast aldrei í snertingu við veruleika. Bili sjálfstraust krúttsins, fer það bara í nýtt viðtal við fréttakrúttið.