Grillmarkaðurinn á vinsældirnar skilið. Mjög smart staður með faglega og fína þjónustu og skrautlegan mat á hagstæðu verði. Sogar því að sér ungt fólk, sem pantar hamborgara á hádegi. Samt dalar eldhúsið ekki. Það heldur fyrri reisn, sem jaðrar við landsins beztu matarhús. Eini gallinn er stöðluð matreiðsla. Mér sýnist matseðillinn hafa verið óbreyttur frá upphafi. (Af hverju breyta því, sem virkar?) Fólki virðist ekki leiðast matseðillinn, því á hádegi í dag var staðurinn fullur af fólki, nánast öllu undir þrítugu. Andarsalat (heil máltíð) á 2000 krónur, lax á 2100 krónur, crème brulée á 1300 krónur, takk.