Fábjánar við völd

Punktar

Þótt ferðamönnum hafi fjölgað, er landið stórt. Engin lönd í vestanverðri Evrópu hafa færri ferðamenn á ferkílómetra. Ferðaþjónusta er orðinn stærsti atvinnuvegurinn og við ættum að geta ráðið við margfalda fjölgun. Því miður hafa ráðamenn kjósenda lítið vit og engan skilning. Allt snýst um gráðuga kvótagreifa og vinnslustöðvar landbúnaðar. Í ofanálag höfum við getulausan ferðamálaráðherra. Ragnheiður Elín Árnadóttir fabúlerar um náttúrupassa og kemur engu í verk. Fjármunir til lagfæringa og endurbóta á ferðastöðum eru nánast engir, því lækkun skatta á greifum landsins þurrkaði upp ríkissjóð.