Reynir er toppmaður

Fjölmiðlun

DV er Reynir Traustason í fyrsta, öðru og þriðja lagi. Hann hefur lengi verið merkisberi staðfastrar blaðamennsku. Í gamla daga á DV sýndi hann mikla seiglu í biskupsmálinu svonefnda og í dúksmáli Árna Johnsen. Aðrir fjölmiðlar vildu ekki snerta málin fyrr en á síðari stigum. Sama er að segja nú um lekamál Hönnu Birnu. Reynir lætur ekki bugast, þótt móti blási um sinn. Vinnubrögð hans hafa einkennt endurreisn DV á síðustu misserum. Því er dapurlegt, ef hluti eigenda blaðsins vill losna við hann eða setja yfirfrakka á hann. Þar hljóta annarleg sjónarmið að vera að baki, enda eiga hér margir bófarnir um sárt að binda.