Hraðferð til hruns

Punktar

Þegar nýfrjálshyggja komst til valda á Vesturlöndum, hafði hún lofað fólkinu gulli og grænum skógum. Reynslan varð önnur. Lítum á Bandaríkin og Bretland, þar sem hún hefur ríkt lengst. Stéttaskipting stórjókst og fólk festist á sínum bás. Undirstéttin á ekki séns, þraukar á sultarlaunum í leiðindavinnu, undir eftirliti myndavéla. Gæludýr nota kerfið sér í hag. Sjáið nú síðast Rússland Pútíns. Þar eignuðust fáir auðmenn nærri allan þjóðarauðinn. Á Íslandi olli nýfrjálshyggja hruni, sem rak flein í trúarofstækið. En eftir kosningarnar í fyrra erum við aftur komin á hraðferð til hruns undir stjórn ofstækismanna.