Rússíbani ráðherrans

Punktar

Hanna Birna réð illa innrættan bjána sem aðstoðarmann sinn í ráðuneytinu. Hún laug, að Rauði krossinn hefði lekið skjalinu. Hún heimtaði, að blaðamenn yrðu reknir vegna uppljóstrana. Hún laug að alþingi, að plaggið væri ekki til í ráðuneytinu. Hún reyndi að hafa áhrif á rannsókn málsins með ítrekuðum símtölum og fundum með lögreglustjóra. Hún svældi síðan þann sama mann úr embætti. Að hennar mati á hún sjálf alls engan lærdóm að draga. „Ég gerði ekkert rangt.“  Lærdómurinn sé sá, að skilja eigi dómsmál frá innanríkisráðuneytinu! Málið sé bara kerfisvilla. Formennirnir kinka kolli og taka ábyrgð á rússíbana ráðherrans.