Ekkert er fagurt á Íslandi nema landið sjálft og sum dýrin. Græðgisþjóðin telur sig eiga landið, þótt hún hafi ætíð lifað á því eins og sníkill. Tók allt, sem hún náði og spillti hinu. Fljótlega eyddi hún skógum, hjó og brenndi. Nú eyðir hún vatnakerfum, síðast voru það Kárahnjúkar. Næst er það Dynjandi, sem á að minnka um 20%. Hvað með það, segja sníklarnir og velta enn vöngum yfir virkjun Gullfoss. Hleypa má vatni á hann á sunnudögum, segja sníklarnir. Samt á þjóðin ekkert í landinu. Það á sig sjálft. Við erum bara sníklar, sem drögum hýsilinn til dauða. Milli lands og þjóðar er ekkert sambýli, heldur dauðadæmd sjálftekt.