Greiningardeild Arion banka er í nákvæmlega sama ruglinu og hin fræga deild í Kaupþingi sællar minningar. Deildin hefur fundið, að íbúðaverð í Reykjavík sé ekki hærra en íbúðaverð í þrengstu stórborgum heims. Töluverður munur er á íbúðum á hjara veraldar og íbúðum á dýrstu fermetrum heims. Þennan mun virðast Arion-menn ekki skilja, enda ekki læknaðir enn af hrunveikinni. Auk þess býr í slíkum íbúðum í París, London og Manhattan eingöngu fólk, sem er á margföldum launum Íslendinga. Enn er staðan sú, að menntun í excel og glærum færir fólki ekki minnsta vit á fjármálum. Enn síður hæfni til að greina eðli fjármálanna.