Bjarni Benediktsson kemur mér fyrir í sjónvarpi sem tiltölulega normal. Skil, hvað hann segir og finnst það gilt, þótt ég sé oftast andvígur því. En hann er líka sá eini normal í ríkisstjórninni. Einn er veruleikafirrtur siðblindingi. Önnur er óþverri og lygalaupur. Þriðja er fattlaus klappstýra, sem kemur engu í verk. Fjórða vill öllum vel, en bara í orði, ekki á borði. Fimmti er tuddi. Sjötti hentar betur sem starfsmaður á plani. Sjöundi gerir atlögu að heilsu fátækra. Sá áttundi er litlaus píanisti. Aldrei í sögu fullveldisins hefur jafn ömurleg hjörð stjórnað ríkinu. Finnið svo sjálf út, hver er hver í lýsingunni.