Forstokkaðir kjósendur

Punktar

Svo forstokkaðir eru fyrrverandi kjósendur bófaflokka ríkisstjórnarinnar, að þeir rölta ekki til fylgis við aðra kosti. Í staðinn velja þeir að styðja við stefnulausan flokk, sem fer við fyrsta tækifæri í ból bófaflokkanna. Ekki bara veldur vandræðum hinn sauðtryggi þriðjungur kjósenda, heldur helmingurinn, sé Björt framtíð meðtalin. Allt er komið í ljós um staðreyndirnar. Fátækt magnast hér í hafsjó auðlinda. Fólk gefst óðum upp á að vera Íslendingar. Stofnaður er flokkur um innlimun í Noreg á þeirri forsendu, að þar lukkist allt, sem hér fer úrskeiðis. Hvað á biturt fólk að gera annað, þegar hálf þjóðin er úti á þekju?