Hugsýnir eiga lítið erindi í skipulag. Hættulegt er valdshyggjufólk, sem þykist vita, hvernig borgarbúar eigi að lifa og beitir valdi til að koma því um kring. Nýtt skipulag Reykjavíkur ber merki slíkra hugsýna. Þess vegna er byrjað að þétta byggðina. Koma fyrir risavöxnum steypukössum milli húsa í gamla bænum. Þrengja götur, koma fyrir hindrunum á umferð. Taka græn svæði til afnota fyrir gráðuga verktaka. Saman við hugsýnina fléttist nefnilega ósæmileg greiðvikni við verktaka og lóðarhafa. Sú spilling er raunar eldgömul í borgarskipulagi. Því miður er ofsinn slíkur, að næstu ár eru horfur á stórskemmdum á Reykjavík.