Þeir seigu eru gulls ígildi

Fjölmiðlun

Ég þekki svo marga málsaðila deilna um eignarhald og stjórn á fjölmiðlum, að ég á erfitt með að tjá mig um málsatvik. Get bara talað almennt um málið. Þungt er í vöfum að ná fram breyttum áherzlum í ritstjórnarstefnu. Þær koma strax í ljós og valda fjölmiðlinum búsifjum. Til dæmis sú kenning, að hrunið hafi stafað af mistökum fremur en glæpum. Hlegið verður að því. Dýrt er að kaupa fjölmiðil til að leggja hann niður. Blaðamenn eru seigir eins og sést af Fréttatímanum, sem blómstrar, og Kjarnanum, sem sífellt er vitnað í. Ég var oft rekinn. Koma og fara fjölmiðlar og tegundir fjölmiðla, en seigir blaðamenn eru gulls ígildi.