Ódýrar hrunskýrslur

Punktar

Skýrslurnar þrjár um hrunið voru ódýrar, kostuðu bara hálfan annan milljarð. Það er vel sloppið fyrir ítarlegar upplýsingar um meginþætti í hruninu og falli ýmissa sjóða. Skýrslurnar voru misgóðar, meginskýrslan var bezt og skipti mestu máli. Alþingi lærði hins vegar lítið af skýrslunum. Ísland er „post-literate“ land, þar sem menn kunna að lesa, en notfæra sér það ekki. Nú er fáránlegasta umræðuefni dagsins, að skýrslurnar hafi verið of dýrar. Guðlaugur Þór hrunverji telur, að þvættingur um kostnað muni dreifa athygli fólks frá innihaldi. Svo að þær hætti að valda Flokknum tímabundnum óþægindum. Að nýju megi byrja að sukka.