Væntanlega þykir Bjarna Benediktssyni ekki verra, að keppinautur um formennsku í Flokknum engist áfram í snörunni. Það er eina skýringin á stuðningi hans við frekari setu hennar í ríkisstjórn. En hann þarf ekki á því að halda. Þegar er ljóst, að hún verður aldrei formannsefni. Hún er pólitískt lík í lestinni. Með því að styðja hana eftir allar upplýsingarnar, sem fram hafa komið, skaðar hann flokkinn. Þótt margir séu flúnir, er áreiðanlega sumt enn eftir af fólki, sem hristir haus. Stjórnlaust og siðblint framferðið er af allt öðrum toga en fólk vandist í flokknum fyrir valdatöku Davíðs Oddssonar. Bjarni þarf að passa sig.