Tæplega túristagos

Punktar

Gosið sást vel í VEFMYNDAVÉL Mílu í nótt. Virðist vera túristagos eða tæplega túristagos. Fréttir segja það vera þunnfljótandi hraun ofan á Holuhrauni milli Dyngjujökuls og Öskju. Feginn er ég, að þetta er minniháttar sprungugos utan jökuls án nokkurs vatnsflóðs eða öskufalls. Eykur vonir um, að það haldist án flóðs eða ösku. Öll losun á spennu á þessu svæði án hamfara er góð losun. Til langs tíma mun gosið efla túrisma á Íslandi. Auka áhuga fólks á að skoða land, sem lætur illa í hæfilegri fjarlægð. Á Eyjafjallajökli þurfti að vernda gosið fyrir ágangi forvitinna. Vonandi þarf ekki að verja þetta smágos fyrir fólki.